- Advertisement -

Ætla að veikja eftirlit og einkavæða

Sam­eina eigi eft­ir­litsaðila, út­vista verk­efn­um og ein­falda reglu­verk.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um eftirlit með atvinnufyrirtækjum, í vikulegri Moggagrein sinni í dag. Óli Björn tilkynnir að formaðurinn Bjarni Benediktsson undirbúi stórsókn í málinu:

„Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, mun í byrj­un næsta árs leggja fram frum­varp um brott­fall ým­issa laga. Hann ætl­ar að grisja laga­skóg­inn. Frum­varpið fel­ur í sér brott­fall hátt í 40 laga­bálka sem eiga ekki leng­ur við sök­um breyttra aðstæðna eða vegna þess að ráðstaf­an­irn­ar sem lög­in kváðu á um eru um garð gengn­ar.“

Óli Björn nefnir nokkur atriði um breytingar. Hann bendir á þetta: „Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er því lofað að gert verði átak „í ein­föld­un reglu­verks í þágu at­vinnu­lífs og al­menn­ings“. Um leið er því lýst yfir að rík­is­stjórn­in leggi „áherslu á að stjórn­sýsla sé skil­virk og rétt­lát“.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman fyrir tæpum hálfum mánuði.

„Flokks­ráðsfund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins ít­rekaði stefnu flokks­ins og tók af öll tví­mæli um að þing­menn og ráðherr­ar flokks­ins skuli vinna að því að reglu­verk at­vinnu­lífs­ins sé ein­falt og sann­gjarnt. Sam­eina eigi eft­ir­litsaðila, út­vista verk­efn­um og ein­falda reglu­verk. Þannig styrk­ist „sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra fyr­ir­tækja, verð til neyt­enda get­ur lækkað, svig­rúm til hærri launa eykst og stuðlað er að auk­inni hag­kvæmni, fram­leiðni og skil­virkni í at­vinnu­líf­inu“.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: