- Advertisement -

Ætla að þvinga fólk yfir í verðtryggð lán

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Það er hárrétt að kalla þetta þetta snjóhengju enda munu um eða yfir 600 milljarðar af óverðtryggðum húsnæðislánum koma til vaxtaendurskoðunar á næstu 12 til 24 mánuðum.

Þegar það gerist munu vaxtakjör hækka sem nemur frá 100% uppí allt að 165% sem þýðir að vaxtabyrði þúsunda heimila mun hækka um tugi og í mörgum tilfellum um hundruði þúsunda á mánuði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…með samþykki stjórnvalda og aðgerðaleysi Alþingis.

Viðbragð við þessari snjóhengju sem heimilin standa framfyrir er að Seðlabankinn, bankarnir og stjórnvöld hafa kallað út smalafólk þar sem íslenskum heimilum verður smalað eins og sauðfé á haustin til slátrunar. Enda er viðbragð þessara aðila að þvinga heimilin yfir í verðtryggð glæpalán.

Með því tekst fjármálakerfinu m.a. að gera séreignasparnað þeirra heimila sem notað hafa séreignasparnað sinn til að lækka höfuðstól óverðtryggðra húsnæðislána upptækan á örfáum mánuðum.

Allt er þetta gert með samþykki stjórnvalda og aðgerðaleysi Alþingis. Enda virðist tilgangurinn vera enn og aftur að viðhalda hér á landi okurvöxtum og verðtryggingu til hagsbóta fyrir fjármálaelítuna og þá efnameiri!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: