„Æ þú veist, reyna að hafa góða kvöldstund með Gunnari Smára, ég held að það sé fyrirfram dauðadæmt“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, myndi frekar vilja eyða kvöldstund með Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni, betur þekktum sem Ingó Veðurguð, heldur en Gunnari Smára Egilssyni, forsprakka Sósíalistaflokksins. Hann telur það einfaldlega fyrifram dauðadæmt að geta átt góða kvöldstund með þeim síðastnefnda.
Þórarinn Hjartarson, stjórnanda hlaðvarpsins Ein pæling, spurði Bjarn að þessu í vikunni, hvorn þeirra hann kysi sem félaga til að eyða kvöldinu með. Bjarni svaraði um hæl:
„Æ, ég myndi vilja Ingó Veðurguð. Ég myndi biðja hann um að taka gítarinn og bara, þú veist, að reyna að hafa góða kvöldstund með Gunnari Smára, ég held að það sé fyrirfram dauðadæmt.“
Þeir Gunnar Smári og Bjarni hafa tekist á undanfarin misseri. Sósíalistsaforinginn hefur þar ekki sparað stóru orðin og kallað Bjarna þjóf, mafíósa og bæði óvinsælan og spilltan stjórnmálamann. Þetta hefur augljóslega orðið til þess að fjármálaráðherrann vill ekki sjá Gunnar Smára og hvað þá eyða með honum góðri kvöldstund.