- Advertisement -

Áður en Brynjar fór í pólitík fékk Sjálfstæðisflokkur næstum 40 prósent í kosningum

Gunnar Smári skrifar:

Ég heyrði Brynjar Níelsson í útvarpi tala um Sjálfstæðisflokkinn sem einskonar núllpunkt og normal í samfélaginu, vegna þess að hann væri stærstur flokka á fylgi. Þetta er fráleit ályktun. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú um 21% fylgis og er því álíka jaðarhópur og þeir sem vilja taka upp dauðarefsingar á Íslandi.

Myndin er af grein úr Pressunni frá 1992, þar sem fjallað var um skoðanakönnun sem leiddi í ljós að fimmtungur landsmanna taldi snjallt að dómskerfið færi að drepa fólk.

Um daginn birti Fréttablaðið könnun um fylgi flokka í Reykjavík. Af úrtakinu öllu sögðust 15,5% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, aðrir nefndu aðra flokka, sögðust ekki ætla að kjósa neinn eða vissu ekki hvað þeir ætluðu að kjósa. Í þessu forna höfuðvígi flokksins eru ekki fleiri sem vilja tengja sig við þennan flokk, hvers þingmenn telja sig geta talað fyrir hönd allrar þjóðarinnar, að aðrir flokkar séu hálfgerðar boðflennur á pólitískar boðflennur.

Áður en Brynjar fór í pólitík og Sjálfstæðisflokkurinn fékk næstum 40% í kosningum og oftast um og yfir 50% í könnunum, má vera að innistæða hafa verið fyrir þessu tali. Í dag er þetta glórulaust rugl. Sjálfstæðisflokkurinn er meiri jaðar í íslenskum stjórnmálum en Svíþjóðardemókratar eða Alternative für Deutschland en Svíþjóð og Þýskalandi. Munurinn er sá að forysta annarra flokka á Íslandi bera þennan öfgajaðarflokk til valda, trekk í trekk.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: