- Advertisement -

Aðrir víki en Valgerður

Eggert Magnússon: em einn af fjöldamörgum frumherjum SÁÁ hef ég verulegar áhyggjur úr fjarlægð að fylgjast með óþægilegum fréttum sem berast mér af þessum góðu samtökum!
Mynd: RÚV:

„Mín skoðun er einföld: Vinsæll og mjög fær leiðtogi á læknis- meðferðarsviði á ekki að víkja vegna mistaka forystu samtakanna að meðhöndla mjög viðkvæm mál! Erfitt getur reynst að finna hæfan einstakling til að taka við hennar hlutverki þannig úr fjarlægð sýnist mér auðvelt að leggja til að aðrir, sem bera ábyrgð á þessu upphlaupi víki!“

Þetta skrifar Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ um vandann innan SÁÁ sem birtist í afsögn Valgerðar Rúnarsdóttur yfirlæknis á Vogi.

„Sem einn af fjöldamörgum frumherjum SÁÁ hef ég verulegar áhyggjur úr fjarlægð að fylgjast með óþægilegum fréttum sem berast mér af þessum góðu samtökum! Það er einkenni góðrar stjórnunar að leysa mál innanhúss! Það er ljóst að það hefur ekki verið gert í þessu viðkvæma máli!“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Mér þykir mjög vænt um þessi samtök,“ skrifar Eggert og bætir við; „…sem ég hef verið hluti af frá áramótum 1977/1978 og var þar lengi í stjórn á frumkvöðulsárunum og finnst mér þess vegna skylt að láta mitt álit í ljós enn og aftur úr fjarlægð!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: