Í bréfi Sigmundar Davíðs, vegna Klaustursmálsins, er eftirtektarverðast að hann segir þingmenn oft hafa verið grófari í tali en heyra má á upptökunum frægu.
Sigmundur Davíð skrifar: „Slík samsæti hafa átt sér stað allan þann tíma sem ég hef verið í pólitík og af sögum eldri þingmanna að dæma miklu lengur. Ég hef hlustað á þingmenn flestra flokka úthúða flokksfélögum sínum og nota orðbragð sem í sumum, jafnvel mörgum, tilvikum er enn grófara en það sem birst hefur að undanförnu. Þingmenn af báðum kynjum eiga þar í hlut og fórnarlömbin eru auk þess af báðum kynjum.“
Þar sem hann hefur hafið þessa umræðu verður að gera þá kröfu til hans að skýri frá því sem hann veit.