„Forsvarsmenn hinna svokölluðu aðila vinnumarkaðarins, sem allir sitja í skjóli þvingaðrar aðildar launþega að stéttarfélögum, hafa látið þung orð falla um launahækkun alþingismanna. Enginn þingmaður kemst hins vegar með tærnar þar sem þessir félagaforstjórar hafa hælana í launamálum. Eru jafnvel ekki hálfdrættingar á við þá í launum,“ þetta skrifar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, í Morgunblað morgundagsins.
Þar gerir ráðherra vilja Pírata um að hrekja ákvörðun kjararáðs um launahækkun þingmanna og annarra.
„Þingmenn Pírata hafa nú lagt fram frumvarp um að alþingi taki enn á ný til sín ákvörðunarvald um kjör þingmanna. Frumvarpið gerir þannig ráð fyrir að þingmenn þjóðarinnar skammti sjálfum sér laun og taki til viðmiðunar launaþróun frá því herrans ári 2013 þegar Píratar náðu fyrst kjöri á þing. Klappstýrur í þessum nýjasta harmleik Pírata koma úr óvæntri átt,“ skrifar hún., og á þar við það fólk sem kallað er aðilar vinnumarkaðarins.
„Telji aðilar vinnumarkaðarins að launaþróun 63 þjóðkjörinna manna valdi upplausn á vinnumarkaði, svo vitnað sé í ein stóryrðin sem heyrst hafa, má þá ekki velta því fyrir sér hvort viðkomandi verkalýðsforingjar og forstjóraforstjórar standi undir þeim launum sem þeir hafa skammtað sér úr vösum launþega? Valda þeir vinnunni?“
Sigríður segir ekki fara vel á að menn skammti sjálfum sér laun af annarra manna fé. „Einhver gæti kallað slíkt sjálftöku. Þess vegna voru kjaramál þingmanna, sem fara með fjárveitingarvaldið í landinu, færð til kjararáðs. Það er full ástæða til að efast um að þingmenn séu hæfir til að fjalla um eigin kjör.“