- Advertisement -

Aðgerðirnar eru aðeins hugarburður

Gunnar Smári skrifar:

Hér er enn ein ástæða þess að ekki að hægt að búa við einhliða fréttaflutning af þessum kynningarfundum stjórnvalda, þar sem ýmist engar spurningar eru leyfðar eða þá að blaða- og fréttafólk spyr engra gagnrýnna umræða. Þetta á ekki aðeins við efnahagsaðgerðir, sem ráðherrar kynna sem Íslands- og heimsmet í umfangi en reynast svo lítið annað en lögbundnar atvinnuleysisbætur (sem verkalýðurinn fékk lögfestar 1956 eftir áratuga baráttu, fyrir 65 árum, áður en ráðherrarnir fæddust) heldur líka um innflutning á bóluefni, þar sem ráðherrar tilkynna um frekari kaup einhvern tímann í framtíðinni þegar spurt er um hversu mikið berist í næstu viku, næsta mánuði, fyrir páska eða fyrir vorið.

Það hefur orðið hér hrun í almennri umræðu. Samspil þessara tilkynningafunda ásamt taumlausu aðgengi ráðherra að fjölmiðlum í gegnum einhliða yfirlýsingar, drottningarviðtöl eða viðtöl þar sem þeir eru ekki að gera annað en rekja framkvæmd verkefna sem allt annað fólk sinnir (sóttvarnir í skólum, bólusetningar, réttur til atvinnuleysisbóta o.s.frv.) og algjörlega gagnrýnislauss fréttaflutnings af stjórnvaldsaðgerðum; hefur fært okkur inn í svipað ástand og er í Marokkó eða Tyrklandi; þar sem aldrei er gefið út blað án þess að á forsíðunni sé mynd af Mohammed kóing eða Erdogan forsætisráðherra og tilheyrandi yfirlýsingar um hvað þessir menn eru að gera fyrir fólkið. Og þetta samspil, of stórt svið ráðherranna og gagnrýnisleysi fjölmiðla, veldur því að umræðuvettvangurinn spillist á vaxandi hraðar. Því meira rými sem ráðherrarnir fá til gagnrýnislauss blaður í almannarýminu, því sjálfumglaðari verða þeir og því meira bulla þeir.

Við erum að ganga í gegnum dýpstu efnahagslægð í manna minnum og aðgerðir gagnvart henni eru mest tómur hugarburður. Þetta er ekki í lagi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: