Namibía: Er Samherji enn að?
Sigurjón Þórðarson skrifar:
Samherji virðist enn vera að svína á Namibíumönnum, ef marka má meðfylgjandi frétt – Það kemur kannski ekki á óvart að þessir snúningar rúmist rækilega innan nýs regluvörslukerfis, sem Björgólfur Jóhannsson nýr forstjóri Samherja kynnti hróðugur nýlega. Það sem kemur meira á óvart er algert aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda í málefnum Samherja. Einhverra hluta vegna bjóst ég við meiru af Katrínu Jakobsdóttur sem er æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu. Óneitanlega læðist að manni sá grunur að tómlætið megi skýra að einhverju leyti út frá ákveðinni kynþáttahyggju. Fyrstu viðbrögð fyrrverandi dómsmálaráðherra og núverandi fjármálaráðherra lýðveldisins Íslands var að afsaka mútugreiðslur og skattsvik Samherja, út frá því að fyrirtækið hefði spillst af kúltúr Afríkumanna!