- Advertisement -

Aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart níðingsskap fyrirtækjaeigenda

Og já; ég er að spyrja hvort útlendingaandúð skýri að einhverju leyti aðgerðarleysi Vg gagnvart láglaunastefnu og húsnæðiskreppu hinna verst settu í ríkisstjórn og aðgerðarleysi Samfylkingar og Vg gagnvart láglaunastefnu og húsnæðiskreppunni í borgarstjórn?

Gunnar Smári skrifar: Hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði nálgast nú fimmtung, var 18,6% í fyrra en fór hæst í 12,6% fyrir Hrun. Frá 2010 hefur innflytjendum á vinnumarkaði fjölgað um meira en 17 þúsund manns. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um rúm 20 þúsund.

Nær öll fjölgun landsmanna er því vegna hingað komu verkafólks til að sinna störfum í ferðaþjónustu, byggingaiðnaði, ræstingum, aðhlynningu o.fl. Stór hluti þessa fólks vinnur á strípuðum töxtum stéttarfélaga, þar sem hæstu taxtar eru aðeins um 300 þús. kr. á mánuði. Og svo til allur þessi hópur býr í leiguhúsnæði; oft í lakari húsnæði en leiguhúsnæði er almennt; ósamþykktu húsnæði, iðnaðarhúsnæði, leigir herbergi, jafnvel aðeins rúm á verbúðum fyrirtækja eða starfsmannaleiga.

Megin breyting samfélagsins á umliðnum árum hefur verið fjölgun meðal hinna stritandi fátæku, fólks í fullri vinnu sem fær ekki endurgjald sem dugar fyrir eðlilegri framfærslu.

Og þá kemur spurningin: Teljið þið að sú staðreynd að útlendingar eru stofninn af þeirri miklu fjölgun sem orðið meðal láglaunafólks á strípuðum töxtum, og að útlendingar eru stofninn, af þeirri miklu fjölgun sem orðið meðal leigjenda sem býr við óásættanlegar aðstæður; ráði miklu um aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart níðingsskap fyrirtækjaeigenda gagnvart launafólki og um aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart níðingsskap leigjenda gagnvart leigjendum?

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Ég minni á að núgildandi útlendingalög voru samin og samþykkt af öllum þingflokkum, lög sem eru forsenda hörðustu útlendingastefnu í okkar heimshluta.“

Þrátt fyrir að þessir hópar búi við mikla kúgun hafa stjórnvöld ekki gert neitt til að verja rétt þeirra. Það hefur verið stefna stjórnvalda í mörg ár að fyrirtækja- og fasteignaeigendum sé í sjálfsvald sett hvernig þeir vilja hagnast á launafólki og leigjendum. Ræður þar miklu inngróin útlendingaandúð landsmanna, og grimmd stjórnmálaelítunnar gagnvart útlendingum. Ég minni á að núgildandi útlendingalög voru samin og samþykkt af öllum þingflokkum, lög sem eru forsenda hörðustu útlendingastefnu í okkar heimshluta.

Og já; ég er að spyrja hvort útlendingaandúð skýri að einhverju leyti aðgerðarleysi Vg gagnvart láglaunastefnu og húsnæðiskreppu hinna verst settu í ríkisstjórn og aðgerðarleysi Samfylkingar og Vg gagnvart láglaunastefnu og húsnæðiskreppunni í borgarstjórn?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: