„Ég skal fúslega viðurkenna að mér var brugðið þegar ég fékk upplýsingar um að Samkeppniseftirlitið fái einungis 582 milljónir til að reka SKE á ári,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson.
Vilhjálmur bendir á að nú sé krafa í fjárlagafrumvarpinu um að Samkeppniseftirlitið skeri kostnað sinn niður um 24 milljónir.
„Þetta er gjörsamlega galið enda hefur Samkeppniseftirlitið sýnt og sannað hversu gríðarlega mikilvægt það er íslenskum neytendum. Ekki þarf að fara lengra aftur en í samráð skipafélaganna tveggja Eimskips og Samskips. Alls ekki ólíklegt ef Samkeppniseftirlitið hefur rétt fyrir sér þá sé hér um að ræða einn stærsta glæp gagnvart neytendum sem framkvæmdur hefur verið hér á landi.
Rétt að minna á sektargreiðslur vegna Samskips nema 4,2 milljörðum og sáttargreiðsla Eimskips nam 1,5 milljörðum og samanlagt mun því renna til ríkissjóðs 5,7 milljarðar. Eftir mínum upplýsingum þá hefur SKE sektað vegna brota á samkeppnislögum fyrir tæpa 20 milljarða og því óskiljanlegt að ekki sé lagt meira fé til að efla SKE.
Munum að SKE hefur sektað fjölmörg fyrirtæki vegna brota á samkeppnislögum og mikilvægt að allir viti að brot á samkeppnislögum bitnar á neytendum og heimilum þessa lands illilega.
Á sama tíma og stjórnvöld leggja til niðurskurð hjá Samkeppniseftirlitnu þá eru stjórnvöld í Svíþjóð að leggja til 20% aukningu á fjárframlagi til Samkeppnieftirlitsins þar í landi. Meira segja vill Bandríkjaforseti auka fjárheimildir til eftirlitsins þar í landi.
Það blasir við sérhagsmunahópar í íslensku samfélagi vilja þrengja eins mikið að SKE eins og kostur er, enda hræðast þeir SKE en mikilvægt að í svona fákeppnislandi eins Íslandi verður að vera öflugt Samkeppniseftirlit þar sem hagsmunir neytenda verði tryggðir fyrir brotum á samkeppnislögum.
Ég skora á stjórnvöld og Alþingi að efla og tryggja SKE nægt fjármagn til að auka til muna eftirlit með samkeppnisbrotum, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir íslenska neytendur. Aukið fjármagn til SKE skilar sér margfalt til baka fyrir íslenska neytendur og samfélagið í heild sinni,“ Vilhjálmur Birgisson.