- Advertisement -

Aðför fjölmiðla að ávöxtun og Ármanni Reynissyni 1983 – 1993

Ármann Reynisson skrifar:

Það kemur alltaf að skuldadögum og karmað slær tvöfalt til baka eftir framin myrkvaverk.

Ármann Reynison (1951) kom frá námi við THE LONDON SCHOOL OF ECONOMICS árið 1982. Hann stofnar Ávöxtun, verðbréfamiðlun, tölvu- og nútímavæðir rotinn fjármálaheim á Íslandi sem arðrændi almenning. Snéri órétti í réttlæti. Á sama tíma var óstjórn í hagstjórn landsins undir stjórn Jóhannesar Nordals seðlabankastjóra og félaga í Seðlabanka Íslands.

Frá stofnun Ávöxtunar var stöðug og neikvæð fjölmiðla umfjöllun um fyrirtækið í fjölmiðlum landsins. Henni var stjórnað af Þórði heitnum Ólafssyni í bankaeftirliti Seðlabanka Íslands sem bar óhróður um fyrirtækið og Ármann árlega í blaðamenn. Það kom fyrir að heiðarleg og fræðandi umfjöllun hjá sómakærum blaðamönnum, t.d. Morgunblaðinu undir stjórn þess mikilhæfa ritstjóra Styrmi heitnum Gunnarssyni, um starfsemi Ármanns. Þeir áttu nokkra persónulega og ánæjulega fundi á skrifstofu hans í gegnum 30 ár. Blessuð sé minning hans.

Í ágúst 1988 gerði Ólafur Ragnar Grímsson, síðar forseti, opinbera aðför að Ávöxtun í RÚV og Stöð 2. Hver opnaði fjölmiðlana fyrir honum? Þar með hófst kosningabarátta hans fyrir forsetakosningarnar 1996. Sumir upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Fjölmiðla umfjöllunninni var sjórnað af almannatengli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þórði heitnum  Ólafssyni fulltrúa Seðlabanka Íslands. Flestir blaðamenn þess tíma bitu á agnið og þar með hófst áratuga löng æsifréttamennska. Aðal vitnið Ármann Reynisson var ekki boðið að tjá sig – fjölmiðlar leituðu aldrei álits hans.

Fyrirtæki, nokkur að tölu, Ármanns voru lögð í rúst, það sama var um heimili hans að Smáragötu, 101 Reykjavík, mannorð Ármanns var svert og fótum troðið og hann sjálfur réri „lífróður“ –  fjárhagslega einnig halda líkamlegum og andlegum burðum fyrir brjálseminni. Í ofanálag var Ármanni dreginn í gegnum ömulegt réttarfar og dæmdur í fangelsi. Er hægt að niðurlægja eina persónu meira?

Eftir bankahrunið alræmda 2008 töldu sömu aðilar og beittu spjótum að vöxtum að allar viðskiptakúnstir banka- og útrásarmannanna væru löglegar. Viðskipti Ármanns voru barnaleikur á við þær skýjaborgir.

Já, blaðamenn þess tíma skemmtu sér vel og það ljótasta í fari sumra þeirra kom fram m.a. hjá ritstjóra Pressunnar Gunnari Smára Egilssyni formanns Sósíalistaflokksins. Sá frækni fyrrv. fréttastjóri RÚV Kári Jónasson otaði skjalabunka framan í Ármann með reiðisvip og stingandi augnaráði, persónulegt samtal, sagði: „Þú ættir ekki að segja neitt, hér hef ég nöfnin á því fólki sem framið hefur sjálfsmorð vegna Ávöxtunarhrunsins.“

Ármann Reynisson var knúinn af innri krafti að skrifborðinu árið 2000. Þegar hann gaf út sína fyrstu bók Vinjettur árið 2001 ríkti dauðaþögn hjá fréttastofu RÚV og Stöð 2. Við hann var sagt: „ÞÚ ÁTT EKKERT INNI.“ Þessar fréttastofur hafa ekki enn þá sagt frá vinjettu útgáfunni sem er orðin 21 bók með 903 sögum vítt og breytt úr samtímanum, portrettsögur af samtímafólki og þjóðlífinu auk þess frá nokkrum löndum. Í ofanálag er vinjettuútgáfan vandlega blokkeruð af öllum þeim sem fjalla um bókmenntir í fjölmiðlum á Íslandi. Þrátt fyrir að hún sé orðin landsþekkt og sögurnar fljúga frásar út um heiminn. Og notaðar við íslenskukennslu í Hofstra University einni virtustu menntastofnun í Bandaríkjunum. Undir stjórn Josef V. Fioretta heimsþekkts prófessors í samanburðarbókmenntum, tungumálum og málfræði. Prófessor Fioretta talar nær lýtalausa íslensku.

Þegar Vinjettur XII, Ávöxtunaráratugurinn- sjálfsögulegt efni Ármanns Reynissonar, kom út árið 2012 var útgáfan sniðgengin af fjölmiðlum. Má sannleikurinn ekki koma í ljós? Viðskiptablaðið sló upp „Logið að sjálfum sér.“ Sá slagari er enn þann dag í dag með fyrstu kynningum þegar Ármanni Reynissyni er flétt upp hjá GOOGLE.

Er það ekki „fréttnæmt“ að fyrrverandi viðskiptafrömuður söðli um, fréttamatur um áraraðir, gerist rithöfundur og kynni til sögunnar nýja bókmenntagrein inn í íslenskar bókmenntir – bókmenntaþjóðarinnar?

Ávöxtunarmálið er óuppgert af viðkomandi fjölmiðlum, Seðlabanka Íslands og  Ólafur Ragnari Grímssyni, fyrrv. forseta. „Sá veldur miklu sem upphafinu veldur.“ Ávöxtunarmálið verður skuggi á þeim aðilum sem að niðurrifinu stóðu eins lengi og vinjetturnar verða lesnar – til framtíðar.   

Það vildi svo skemmtilega til árið 2002 að portrett ljósmynd af Ármanni Reynissyni valin portretmynd ársins 2001 af Blaðaljósmyndarafélagi Íslands. Verðlaunamyndin var á þeim tíma ekki hengd upp á skrifstofum Blaðamannafélags Íslands eins og siður var, á þeim árum, með verðlauna ljósmyndir. Hvers vegna?

Það kemur alltaf að skuldadögum og karmað slær tvöfalt til baka eftir framin myrkvaverk.

„Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gera.“  Lúk. 23:34

Reykjavík 31. ágúst 2021,      Ármann Reynisson


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: