- Advertisement -

Aðferðafræði fáránleikans

Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti, þannig, að það verður of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton Bieltvedt:

Það gæti þó aldrei orðið nema örlítið brot af því tjóni, sem Ásgeir er að valda skuldurum landsins og þjóðinni. Bezt væri svo, að auglýsa starfið erlendis líka.

Aðsent Ég hef skrifað margar greinar um Seðlabankastjóra og Peningastefnunefnd og þeirra – fyrir mér – fáránlegu vinnubrögð. Ég hef marg bent á það, að hækkaðir vextir hækka allt verðlag, því allt þarf að fjármagna, sem gert er og framkvæmt, líka auðvitað viðskipti og verzlun, og, þar með skrúfa hækkaðir vextir Seðlabanka upp kostnað, vísitölu, sem Seðlabanki notar svo aftur sem tilefni til að hækka vexti.

Það er með ólíkindum, að vel mentaðir menn, sem líka ættu að vera í tölu skynsamra og klárra manna, skuli standa fyrir þessu geðveikisspili!! Skilur þetta blessaða fólk ekki þá einföldu staðreynd, að þarna er verið að búa til stjórnlausan vítahring fáránleikans!?

Katrín Jakobsdóttir,…

Í Morgunblaðinu í dag er forsíðugrein með fyrirsögninni: „Vaxtakostnaður alltof íþyngjandi“, undirfyrirsögn: „Þingvangur setur stóran reit á ís“. Í texta stendur svo þetta:

Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Þingvangs, segir fyrirtækið hafa ákveðið að fresta uppbyggingu 140 íbúða í Hafnarfirði vegna mikils vaxtakostnaðar, en þeim bjóðist nú allt að 14% vextir. Starfsmenn hans hafi þannig reiknað út, að, ef fyrirtækið hefði hafið þessar framkvæmdir fyrir hálfu ári, þá myndi það í versta falli tapa sem svarar einni íbúð á tveggja til þriggja vikna fresti vegna vaxtakostnaðar frá ársbyrjun“.

Á 6. síðu, inni í blaðinu, er svo fyrirsögn þvert yfir síðuna: Vextir eru of háir til að byggja“.

Sem sagt; til að lækka byggingarkostnað og þar með húsnæðiskostnað í framfærsluvísitölu, þarf að byggja miklu meira, en Seðlabanki er búinn að hækka vexti svo mikið, einmitt vegna hækkunar húsnæðiskostnaðar í framfærsluvísitölu, að vextir eru orðnir svo háir, að byggingarvektakar treysta sér ekki til að halda áfram með áformaðar byggingaframkvæmdir!

Í augnablikinu dettur mér ekkert annað í hug, en Hara-Kiri, kviðsrista, sjálfsvíg, þó japanskt fyrirbrigði hafi verið, reyndar var hún ekki framkvæmd vegna heimsku, eins og hér er, heldur til að viðhalda virðingu og heiðri.

Ef skuldarar landins og íslenzka þjóðin eiga að lifa af…

Katrín Jakobsdóttir, íslenzkufræðingur, með frönsku sem aukagrein, þá forsætitsráðherra, valdi og skipaði Ásgeir Jónsson í starf Seðlabankastjóra árið 2019. Skipunartími hans er til 20. ágúst í ár. Ef auglýsa hefði átt stöðuna, hefði þurft að tilkynna Ásgeiri það í síðasta lagi 20. febrúar í ár, en Katrín var þá enn forsætisráðherra, og hún gerði það ekki. Var greinilega hæstánægð með Ásgeir, eins og flest sín verk, sem reyndar stenzt litla skoðun.

Skipunartími Ásgeirs framlengist því sjálfkrafa í önnur 5 ár. Ef skuldarar landins og íslenzka þjóðin eiga að lifa af, tryggja afkomu sína og velferð, jafnrétti og tilvistaröryggi, þarf hins vegar bráðnauðsynlega að víka Ásgeiri úr starfi. Bjarni Bendeiktsson, sem tók við starfi forsætisráðherra 9. apríl sl. getur auðvitað gert það, þó að það myndi kosta ríkið einhver útgjöld vegna síðbúinnar riftunar skipunar.

Það gæti þó aldrei orðið nema örlítið brot af því tjóni, sem Ásgeir er að valda skuldurum landsins og þjóðinni. Bezt væri svo, að auglýsa starfið erlendis líka.

Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: