Fundur verður í Alþingi klukkan þrjú í dag. Tvö mál eru á dagskrá. Fyrra málið eru óundirbúnar fyrirspurnir þingmanna til ráðherra. Svo vill til að aðeins þrír ráðherra sjá sér fært að mæta nú þegar þing kemur saman að loknu löngu leyfi.
Bjarni Benediktsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Kristján Þór Júlíusson mæta. Hinir ráðherrarnir níu verða ekki á þingi í dag.
Seinna málið er mál sem nefnist „Hreyfing og svefn grunnskólabarna“, það er fyrirspurn til Lilju Alfreðsdóttur. Það er Ólafur Þór Gunnarsson VG sem spyr.
Gera má ráð fyrir að Lilja mæti, þó hún gefi þingmönnum ekki færi á að spyrja sig óundirbúin.
Þú gætir haft áhuga á þessum