- Advertisement -

Aðeins sammála um eitt

„Ég er aðeins sammála háttvirtum málshefjanda um eitt og það er að það hefði verið æskilegt að þessi skýrsla hefði birst miklu fyrr, því að öll umræða um þetta mál er af hinu góða. Svo mikið hefur hv. fyrirspyrjandi eða málshefjandi og félagar lagt upp úr því að afvegaleiða hana,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi forsætisráðherra, á Alþingi í gær, þegar skýrslan um leiðréttingu, ríkisstjórnar hans var rædd, að frumkvvæði Katrínar Jakobssdóttur. Bjarni Benediktsson var til svara.

„Og ég verð nú að viðurkenna virðulegur forseti að hæstvirtur forsætisráðherra stóð sig miklu betur en ég átti von á í að svara háttvirtum málshefjanda í þessu máli. Því eins og hæstvirtur ráðherra kom inn á og birtist reyndar í skýrslunni sjálfri er uppleggið auðvitað algerlega fráleitt,“ sagði Sigmundur Davíð.

Honum þykir ekki staðið rétt að málum. „Það er verið að spyrja, það er verið að afvegaleiða umræðuna með því að spyrja, hvernig þessar aðgerðir, sem voru til þess ætlaðar að koma til móts við ákveðinn hóp sem varð fyrir ákveðnu tjóni, hafi dreifst á alla. Þetta, virðulegur forseti, er svo fráleit nálgun að háttvirtur fyrirspyrjandi, sem er snjall stjórnmálamaður, getur ekki hafa gert þetta óvart. Tilgangurinn getur eingöngu hafa verið sá að afvegaleiða umræðuna. Eins og við sjáum síðan í framhaldinu, meðal annars með inngangi frummælanda hér.“

Sigmundur Davíð gagnrýndi Katrínu af nokkrum mætti. „Uppleggið hjá háttvirtum málshefjanda er þetta: Sextán ára unglingur sem býr í heimahúsi og er í skóla, ekki með neinar tekjur, er ekki með nein lán og á ekkert húsnæði, fékk ekkert út úr skuldaleiðréttingunni. En einhver hjón með fjögur börn sem eru búin að vera í tvöfaldri vinnu að streða við að standa straum af skuldum sínum sem tóku stökkbreytingum vegna framgöngu bankanna, þau fengu miklu meira en unglingurinn. Þetta er óréttlátt að mati háttvirts málshefjanda.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann sagðist að lokum halda „…að það sem við sjáum fyrst og fremst af þessum málflutningi Vinstri grænna og félaga þeirra hér í dag sé að eins og þessir flokkar tala nú mikið um réttlæti og sanngirni virðist þá skorta algerlega skilning á því hvað í þeim hugtökum felst.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: