- Advertisement -

Aðalsteinn svarar fyrir sig

„Með vísan til þessa verður að vísa á bug fullyrðingum um að framsetning miðlunartillögunnar sé ólögmæt á nokkurn hátt.“

„Miðlunartillaga er eitt þeirra úrræða sem ríkissáttasemjara standa til boða til að freista þess að tryggja frið á vinnumarkaði.“ segir í tilkynnignu ríkissáttasemjara. „Við þær aðstæður sem upp voru komnar í deilu SA og Eflingar var það mat embættisins að óhjákvæmilegt væri að reyna á þetta úrræði.“

Í tilkynningunni er jafnframt bent á að vinnulöggjöfin leggi sáttasemjara þær skyldur að ráðgast við aðila kjaradeilu áður en miðlunartillaga er lögð fram. „Sáttasemjari kallaði fulltrúa beggja aðila til fundar við sig í þessu skyni áður en miðlunartillagan var birt opinberlega.“

Þó kemur fram að þó að sáttasemjari þurfi að ráðgast við aðila málsins hafi þeir ekki íhlutunarrétt eða neitunarvald um miðlunartillögu. „Með vísan til þessa verður að vísa á bug fullyrðingum um að framsetning miðlunartillögunnar sé ólögmæt á nokkurn hátt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: