- Advertisement -

Aðallöggan snýr staðreyndum á haus

Enn og aftur verið að skjóta sendiboðana.

Björn Leví Gunnarsson skrifar:

„Har­aldur Johann­essen, rík­is­lög­reglu­stjóri, segir í yfir­lýs­ingu að álykt­anir lög­reglu­fé­laga, gegn emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, ekki vera til þess fallnar að skapa frið um störf lög­reglu. Þá segir að yfir­lýs­ingar sem „ali á ótta“ geti verið til þess fallnar að bitna á öryggi almenn­ings og það sé ámæl­is­vert.“

Nei, athafnirnar sem gefa tilefni til þessara ályktana er það sem bitnar á öryggi og trausti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er enn eitt dæmi þar sem ábyrgð er snúið á haus og litið sem svo á að þeir sem segi frá óábyrgri hegðun séu vandamálið. Enn og aftur verið að skjóta sendiboðana.

Slík viðbrögð eru óásættanleg og auka ábyrgð þeirra sem bregðast svoleiðis við. Rétt viðbrögð væru að taka undir áhyggjur sendiboða og sjá til þess að hið rétta komi fram. Hvort sem áhyggjurnar eru réttar eða rangar. Ekki byrja á að skjóta.

Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: