Enn og aftur finnst fólk innan Sjálfsæðisflokksins sem virðist trúa að hér sé margt fólk sem er á móti einkabílnum. Vilhjálmur Árnason, sem er formaður samgöngunefndar Alþingis, er genginn í þann klúbb.
Hér er nýtt sýnishorn:
„Eitt af skilyrðum samgöngusáttmálans var snjallvæðing umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu til að bæta flæði umferðar, en því verkefni hefur ekki verið sinnt. Aðilar sáttmálans framfylgja ekki stefnumörkun stjórnvalda.“ Þetta segir Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið. Þeir sem eiga leið um höfuðborgarsvæðið hafa ekki farið varhluta af miklum umferðartöfum á stofnbrautum borgarinnar og nágrennis og silast umferðin áfram á álagstímum kvölds og morgna, mörgum til skapraunar. Vilhjálmur segir að þeir sem eru á móti einkabílnum hjá Reykjavíkurborg vilji ekki laga ljósastýringuna. „Þeir sem tala fyrir borgarlínunni styðja það að tregðast sé við að ljósastýringin sé bætt, eins og við sjálfstæðismenn fengum framgengt að yrði gert,“ segir Vilhjálmur.“ Meira lifandis ruglið.