- Advertisement -

Að velja allra verstu ákvörðunina

Ekki er víst að Halldór Benjamín Þorbergsson sé fyrirtaks ráðgjafi. Reyndar verður að telja að svo sé ekki. Alls ekki. Bogi Nils Bogason er í klemmu. Margfalt verri en hann var áður en hann þáði ráð Halldórs Benjamíns. Var staða Boga Nils þó nánast óbærileg fyrir.

Halldór Benjamín og Bogi Nils hafa það sér til það til vorkunnar að þeir hafa alist upp við að eiga bakhjarla í ríkisstjórn Íslands. Svo er enn. Bjarni Benediktsson segir að klúður þeirra félaga verði ekki rætt í ríkisstjórn. Auðvitað ekki. Því ætti Bjarni að blanda óbreyttum ráðherrum í málið?

Sumt er betra að ræða í fámennum hópi. Niðurstaðan verður svo kynnt í ríkisstjórn. Ekki rædd þar. Bjarni er nú sjóaðri í klækjum en svo að hann fari að ræða mál sem þetta við þá óbreyttu. Slíkt kemur aldrei til greina. Þrátt fyrir vald Bjarna yfir samráðherrum sínum er óvíst að það dugi til. Viðbrögð samfélagsins eru það sterk. Ekki er víst að þaulskipulagt niðurbrot verkalýðshreyfingarinnar takist.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir vissu að það mátti reyna. Einn afleikur til er kannski ekki stóra málið. Þeir hafa leikið þá marga og verði ekkert að gert eiga þeir eftir að leika marga afleiki til viðbótar. Löngu er kominn tími á mannabreytingar. Hvað verður er óvíst. Merkilegt verður hver viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur og flokks hennar verða. Engin er líklegast.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: