- Advertisement -

Að þurfa að lifa á 212.000 krónum

Það er ekki hægt að snúa lömun til baka. Blinda verður heldur ekki læknuð á næstunni.
Mynd: Rene Böhmer / Unsplash

„Ég sé í frumvarpinu að ef fólk fær ekki heimilisuppbót þarf það að lifa af 212.000 kr. sem enginn gerir. Með heimilisuppbótinni eru það 258.000 kr. Enginn lifir á slíku sem þarf jafnframt að borga heimili sitt. Það er alltaf verið að segja: Við ætlum að lifa í samfélagi þar sem við ætlum að vera með öryggisnet. Ef einhver lendir í því mikla óláni að glata vinnunni og finna ekki vinnu tímabundið er hann kominn út á kant. Hann þarf að geta haldið heimilinu áfram gangandi og við viljum samtryggja okkur þannig að það sé hægt,“ sagði Jón Þór Ólafsson Pírati í þingræðu.

„Þegar kemur að öryrkjum og eldri borgurum erum við oft að ræða það sem eftir er af lífi þeirra. Þetta er ævina á enda. Hvernig lítur hún út þegar kemur að öryrkjum? Í mörgum tilfellum er örorkan þannig að það þýðir það sem eftir er af ævi fólks. Það er ekki hægt að snúa lömun til baka á næstunni. Einhver teikn eru á lofti um það en ekki á næstunni. Blinda verður heldur ekki læknuð á næstunni. Margt fólk þarf að lifa með þessu restina af ævi sinni. Ætlum við í alvörunni að bjóða þessu fólki upp á að lifa áfram af 252.000 kr. á mánuði? Mér finnst það ekki raunveruleg samtrygging og allir sem ekki þurfa að búa við slík kjör eiga að hugsa að þeir gætu endað þar. Viljum við ekki tryggja okkur saman í gegnum skattfé okkar þannig að ef fólk er svona ólánsamt geti það samt lifað með reisn?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: