„Einmitt þegar allir voru sammála um að ferðaþjónustan væri að hruni komin þarf Hagstofan að benda á eitthvað svona! Gistinóttum fjölgar og herbergjanýting batnar, þrátt fyrir fjölgun gistirýma. Blessuð krónan hefur líklega ekki frétt af þessu,“ skrifaði Gylfi Magnússon í gamansömum tón þegar hann hafði lesið frétt Hagstofunnar.
Staðreyndin er sem sagt sú, þvert á að sem haldið er á lofti, að ferðaþjónustan er fínum gír. Hagstofan birtir upplýsingar um annað en notað hefur verið til að verjast kröfum láglaunafólks og eins til að skýra hratt fall íslensku krónunnar.
Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarankastjóri Seðlabankans, hefur tekið undir þann innihaldslausa áróður sem hefur verið skvett yfir þjóðina síðustu vikur.
Þetta er tekið af Vísi:
„Er Seðlabankinn að búast við samdrætti í ferðaþjónustu? „Nei, við erum nú ekki að búast við því að það verði samdráttur en það hefur hægt á komu ferðamanna. Það var alveg ljóst að þessi kröftugi vöxtur sem verið hefur undanfarin var ekki sjálfbær. Það sem hefur breyst frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika er að olíuverð hefur hækkað gríðarlega og samkeppni í flugrekstri gerir það að verkum að flugfélögin eiga erfitt með að setja þann kostnað út í verð. Þess vegna birtast þessir auknu rekstrarerfiðleikar flugfélaganna,“ segir Rannveig.“
Staðan er sem sagt allt önnur eins og sjá má hér. Aukning er meiri milli 2017 og 2018 en hún var milli 2016 og 2017: