Greinar

Að tala tungum tveim

By Miðjan

February 13, 2020

Þorsteinn Pálsson skrifar í Fréttablaðið í dag. Þar er þetta að finna:

„Stjórnarflokkarnir þrír eru allir sammála um að nauðsyn beri til að verðtryggja framlag ríkisins í búvörusamningum. Allt annað sé ósanngjarnt gagnvart bændum og neytendum. Fyrir því má færa ýmis rök.

Við gerð samninga um rekstur hjúkrunarheimila telur heilbrigðisráðherra hins vegar að það stríði gegn meginreglum um ábyrga fjármálastjórn að verðtryggja framlög ríkisins og hefur í því efni óblandinn stuðning þingmanna stjórnarflokkanna. Framsókn er til að mynda í prinsippinu á móti allri verðtryggingu en telur hana lífsnauðsynlega í búvörusamningum.

Einnig á þennan mælikvarða sker munurinn á gildismati í augu.“