- Advertisement -

Að slátra flugvelli þjóðarinnar

Nær væri að setja lög sem tækju skipu­lags­valdið af borg­inni hvað flug­völl­inn varðar og setja hann inn í stjórn­ar­skrá.

Guðni Ágústsson.
Mynd: dv.is.

Guðna Ágústssyni er mikið niðri fyrir. Vegna Reykjavíkurflugvallar, „flug­velli þjóðar­inn­ar“. Honum þykir lítið gagn í forystufólki ríksstjórnarnnar: „Þau þurfa því að bera sam­an bæk­ur sín­ar, Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. Dag­ur B. Eggerts­son er að ná öllu sínu fram og get­ur slátrað flug­velli þjóðar­inn­ar í Vatns­mýr­inni inn­an tutt­ugu mánaða.“

Þetta segir Guðni í Moggagrein í dag. Honum er ekki orða vant:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Guðni kallar eftir viðnámi þeirra vegna fyrirséðar slátrunar Reykjavíkurflugvallar.

„Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik og flug­vall­ar­málið. Báðir aðilar máls­ins fara með vilja þjóðar­inn­ar eins og í svika­myllu. Að vísu er þetta allt ætl­un­ar­verk Dags B. Eggerts­son­ar, og ekk­ert þýðir að ræða málið við hann, bygg­ingaráformin og brota­vilj­inn liggja fyr­ir. Alþingi ber að verja flug­völl­inn í Vatns­mýr­inni, því að hann er hluti af lífs­gæðum og lífs­ör­yggi lands­manna. Nær væri að setja lög sem tækju skipu­lags­valdið af borg­inni hvað flug­völl­inn varðar og setja hann inn í stjórn­ar­skrá. Nú þrefa stjórn­mála­menn í stjórn­ar­skrár­mál­inu um embætti for­seta Íslands sem ekk­ert hef­ur til saka unnið. Þó hef­ur þjóðin átt for­seta sem greip í neyðar­hem­il tvisvar þegar meiri­hluti á Alþingi virt­ist hafa tapað glór­unni í Icesave.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: