„Fjölmiðlar eru hluti valdsins vegna þess að þeirra hlutverk er að veita ríkjandi valdhöfum aðhald. Mikilvægi frjálsra og óháðra fjölmiðla er þannig umtalsvert í lýðræðisríki því stjórnvöld eiga ekki að geta hlutast til um hvernig um þau er fjallað,“ segir í dagsgömlum leiðara Moggans, frá því gær.
Þetta er rangt. Ritstjórar og blaðamenn eru ekki valdsmenn. Hitt er annað að fjölmiðlar hafa stundum mikil áhrif. Það er annað en vald.
Samt er merkilegt að lesa þetta í leiðara Moggans. Eigendur hans borgar aftur og aftur til að mæta endurteknum taprekstri.
„Fjölmiðlar eru ekki hafnir yfir gagnrýni en gæta verður þess hvernig hún er fram borin. Þegar valdhafi, sem hlutast getur um fjárframlög eða starfsheimildir til fjölmiðils, ber upp harða gagnrýni við umfjöllun fjölmiðils getur slíkt verið merki um að verið sé að senda ákveðið viðvörunarmerki til fjölmiðilsins um að haga umfjöllun sinni með ákveðnum hætti. Það er skaðlegt í lýðræðisríki þar sem almenningur verður að geta gengið að því vísu að fréttaflutningur sé hlutlægur og byggður á staðreyndum þannig að allir sem fjallað er um séu meðhöndlaðir með jöfnum hætti óháð tengslum,“ sennilega skrifar fyrrverandi forsætisráðherra þennan texta. Sá kann leikinn.
„Að sama skapi getur sérstakt fjárframlag stjórnvalda til fjölmiðils, sem ekki er úthlutað eftir hlutlægum og gagnsæjum leiðum, verið merki um að valdhafinn sé með því að „kaupa sér“ sérstaka velvild,“ segir í leiðara gærdagsins.
„Það er jafn skaðlegt lýðræðinu og það sem áður var nefnt. Þannig mun almenningur ekki geta treyst því að fréttaflutningur viðkomandi fjölmiðils byggist á bestu vitund og staðreyndum heldur því gagnstæða, sérstakri velvild til þeirra sem tryggðu starfsgrundvöllinn.“