Örsaga 1 úr hungurgöngunni:
„Það eru 10 dagar eftir af mánuðinum og þú hangir á síðasta þúsundkallinum. Dóttir þín spyr hvort hún geti komist á skólaball. Það kostar „bara” þúsundkall. Þú réttir henni hann og hugsar að þetta hljóti að reddast. Í raun varstu bara þakklát fyrir að eiga þennan þúsundkall til að gefa henni. Hann hefði auðveldlega getað verið farinn. Fegin að þetta var ekki ferðalag upp á 3000 krónur. Af hverju eru þessir viðburðir alltaf í lok mánaðar?“