- Advertisement -

„Að hæla Sjálfstæðisflokknum“

Fjórir ríkisforstjórar og margir stjórnarmenn opinberra stofnana hafa fokið vegna vanrækslu.

Haukur Arnþórsson skrifar:

Nú geta menn verið ósammála stjórnmálastefnu Sjálfstæðisflokksins – en ekki má láta það blinda sýn.

Flokkurinn hefur tekið sig taki í jafnréttismálum þar sem hann stóð sig lengi illa – og er það sérstaklega ánægjulegt – og er þessi mannaráðning til marks um það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við verðum að virða það sem vel er gert.

Óneitanlega hefur Áslaug Arna staðið sig vel í O3 pakkamálinu og hún er sögð hafa tekið vel og myndarlega á utanríkismálum sem formaður utanríkismálanefndar. Einnig sagði Kolbrún Reykdal opinberlega að Áslaug Arna væri auðmjúk og myndi leita sér ráðgjafar við lausn erfiðra mála. Slík nálgun í opinberu starfi er afar sérstök fyrir Íslending – og svo sannarlega til eftirbreytni. Ekki síst hefur maður saknað auðmýktar hjá stjórnmálamönnum – en nú eru nýir tímar og nýtt fólk í brúnni.

Fyrst ég er farinn að hæla Sjálfstæðisflokknum, sem ég geri kannski sjaldan, fyrir að takast á við áskoranir nútímans í stjórnmálum og stjórnsýslu vil ég einnig nefna að fjórir ríkisforstjórar og margir stjórnarmenn opinberra stofnana hafa fokið vegna vanrækslu eða mistaka í starfi á síðustu mánuðum og á ég við Ísavía, Samgöngustofu, Íslandspóst og Sjúkratryggingar. Þá er ríkislögreglustjóri í klemmu með ákveðin mál sem líta illa út – og svo forstjóri Sorpu, sem reyndar er ekki á ríkisstigi.

Hér áður fyrr stóðu ríkisforstjórar í skjóli við ákveðinn stjórnmálaflokk og voru ósnertanlegir. Þannig er það kannski enn í ákveðnum ráðuneytum.

En formaður Sjálfstæðisflokksins lætur ríkisforstjóra mæta ábyrgð og hann tekur á jafnréttismálum. Við verðum að virða það sem vel er gert.

Að „gamla liðið“ í flokknum þoli ekki nýjar áherslur er svo bara skemmtilegt. Menn dagar uppi – svo hraðar eru breytingar viðhorfa í samtímanum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: