- Advertisement -

Að fara á hausinn á korteri

- Davíð sakar Ríkisútvarpið um falska könnun og segir  lífs­spurs­mál fyr­ir RÚV, „...að hafa tekj­ur snýtt­ar út úr al­menn­ingi til að lifa dag­inn af.“

„Þetta er engin smávegis upphæð. Fyrir hana er hægt að leysa allan húsnæðisvanda ungs fólks, byggja ríkisspítala í hverjum fjórðungi og blúnduleggja hringveginn með fjórum akreinum og eiga þó afgang.“

Oft hefur andað köldu frá ritstjóraskrifstofu Morgunblaðsins til Ríkisútvarpsins. Í nýjasta leiðaranum er höggið fastar en oftast.

„Hún var óneit­an­lega skrít­in pantaða könn­un­in sem fjöl­miðlar kynntu fyr­ir skömmu. Hún var um Rík­is­út­varpið. Það lá í loft­inu að smám sam­an er að renna upp fyr­ir þeim, sem með hroka­fullri sveiflu hafa blásið á alla gagn­rýni á þessa trénuðu rík­is­stofn­un að sí­fellt fleir­um þykir minna til henn­ar koma. Reynd­ar var talið að þau fyr­ir­tæki sem spyrja út úr skoðunum fólks láti ekki hafa sig í hvað sem er. En kannski bresta varn­irn­ar þegar mikið er í húfi,“ segir þar og eru fullyrðingar þó rétt að byrja.

„Þannig var spurt hvort þjóðinni þætti rétt að einka­væða Rík­is­út­varpið?! Heil 16% vildu það. Það er mjög merki­legt ef ekki stórund­ar­legt að svo marg­ir svari slíkri spurn­ingu ját­andi. Hver myndi kaupa Rík­is­út­varpið ef ein­hver væri svo bilaður að vilja einka­væða það? Þetta er fyr­ir­tæki sem þarf að borga 5.000 millj­ón­ir með á hverju ein­asta ári. Sá sem álpaðist til að kaupa það í einka­væðingu væri kom­inn á haus­inn eft­ir kortér.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mogginn rekur nú útvarpsstöðvar. „Eða er verið að gefa í skyn að hægt sé að setja Rík­is­út­varpið í einka­væðingu, og bjóða til sölu á öllu Evr­ópska efna­hags­svæðinu og segja í aug­lýs­ing­unni að í kaup­un­um fylgi sér­stök heim­ild til að skatt­leggja Íslend­inga um 5.000 millj­ón­ir á ári næstu öld­ina? Það væru þá 500 millj­arðar í kaup­bæti. Þetta er eng­in smá­veg­is upp­hæð. Fyr­ir hana er hægt að leysa all­an hús­næðis­vanda ungs fólks, byggja rík­is­spít­ala í hverj­um fjórðungi og blúnd­u­leggja hring­veg­inn með fjór­um ak­rein­um og eiga þó af­gang. Þegar „aðeins“ 16% svara því til að vilja „einka­væða“ Rík­is­út­varpið er það talið til marks um það hve al­menn­ing­ur sé háður því. Og miklu meira sé að marka það en það að aðeins rétt rúmt 1% lands­manna hlusti á „RÚV“ eft­ir kl. 18.15!“

Davíð vitnar einnig í vin sinn og félaga, Björn Bjarnason fyrrverandi menntamálaráðherra, sem er þeirrar skoðunar að hningun Ríkisútvarpsins sé augljós.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: