Að brjóta niður lífskjör og réttindi fjöldans til að auka hag hinna fáu ríku
Gunnar Smári skrifar:
Samkeppnishæfni er orð alþjóðavæðingar undir herópum nýfrjálshyggjunnar yfir markmið sín um að brjóta niður lífskjör launafólks annars vegar og lækka hins vegar skatta á fyrirtækja- og fjármagnseigendur. Með því að flagga þessu hugtaki er íslenskt launafólk sett í samanburð við launafólk í Bangladesh og tekjuöflunarkerfi hins opinbera í samhengi við skattastefnuna á Kýpur, Tortóla eða Monakó. Um leið og einhver dregur upp þetta orð er vitað að þar fer þrælahaldari eða húskarl hans að sveifla svipu sinni, einhver sem hefur það að markmiði að brjóta niður lífskjör og réttindi fjöldans til að auka hag hinna fáu ríku og valdamiklu.