- Advertisement -

Ábyrgðin er hjá Reykjavíkurborg!

Drífa Snædal, forseti ASÍ, skrifar:

Þau eru fremst í stafni; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Dagur B. Eggertsson.

Ég hef fengið fyrirspurnir um hvort ég styðji verkfall Eflingar. Fyrir mér er spurningin fáránleg. Ég styð skilyrðislaust grasrótar baráttu launafólks fyrir bættum kjörum. Það er kjarni verkalýðsbaráttu að valdið sé nálægt félagsmönnum, fólk hafi skilyrðislausan rétt til að skipuleggja sig í verkalýðsfélög og beita verkföllum í kjaradeilu. Umboð Eflingar frá félagsmönnum er sterkt. Við skulum líka hafa það í huga að félagsmenn hafa verið kjarasamnings lausir í 11 mánuði og því augljóst að félagar hafa sýnt mikið langlundargeð. Verkföll eru líka ekki bara spurning um fleiri krónur í umslagið heldur krafa um virðingu og að jafna völdin. Fólk á lægstu laununum í Reykjavík rís nú upp og krefst virðingar, að á þau sé hlustað og gengið til raunverulegra samningaviðræðna! Ábyrgðin er hjá Reykjavíkurborg!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: