Mannlíf

Ábyrg fyrir óþarfa lífshættu á Landspítala?

By Miðjan

June 05, 2021

„Félag bráðalækna telur að veikum og slösuðum sjúklingum á bráðadeild Landspítala sé stefnt í hættu með „grafalvarlegri undirmönnun“. Öryggi sjúklinga þar sé ekki tryggt og lífi landsmanna þannig stefnt í hættu. Í nýrri yfirlýsingu félagsins er þess krafist að landlæknir knýi á um úrbætur á deildinni af hálfu framkvæmdastjóra og forstjóra spítalans,“ segir í frétt RÚV.

„Komi til alvarlegra atvika á bráðadeild sem rekja má til manneklu, ófullnægjandi starfsaðstöðu eða annarra tengdra þátta, vísum við allri ábyrgð á þeim atvikum til forstjóra Landspítala, Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem æðsta yfirmanns heilbrigðismála, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Alþingis sem fer með fjárveitingarvald ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrr í vikunni lýsti fagráð spítalans yfir áhyggjum af undirmönnun.

„Undirmönnun skapi óboðlegar vinnuaðstæður á deildinni; skilgreind neyðarmönnun sé ekki uppfyllt og í stað sjö vaktalína séu þær fimm og stundum færri. „Atvinnurekendur okkar, Landspítali og íslenska ríkið, þvinga okkur og annað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu við þessar óviðunandi aðstæður,“ segir í yfirlýsingunni.