Við lifum í samfélagi þar sem forsætisráðherra hefur tíu sinnum hærri laun en nemur lægstu lífeyrisgreiðslum og þar sem hin ofsa ríku hafa hundrað sinnum og þúsund sinnum hærri fjármagnstekjur en fátækustu eftirlaunaþegarnir hafa í lífeyri.

Fréttir

Á skólanum að blæða út?

By Sigrún Erna Geirsdóttir

September 29, 2014

Staða Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri var rætt á Alþingi, ekki síst vegna komandi niðurskurðar. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra sagð i þá: „Er pólitískur meiri hluti fyrir því að starfseminni muni í raun blæða út á meðan ekki er tekin ákvörðun? Ég brýni aftur hæstv. ráðherra, ég held ekki að það sé pólitískur meiri hluti fyrir því. Þarna höfum við ábyrgð að standa undir gagnvart þessum hluta rannsókna- og vísindastarfs í landinu sem er mjög mikilvægt á öllum sviðum. Ég tel að boltinn hljóti að liggja hjá hæstvirtum ráðherra, að kynna fyrirætlanir sínar sem hann segir að hann hafi ekki horfið frá, hvað nákvæmlega þær inniberi, líka fyrir fulltrúum stjórnarandstöðu hér í þinginu, hvað þær þýði fyrir vísindastarf á þessu málefnasviði og fyrir menntastofnuninni í héraði sem hann nefndi í fyrra svari sínu. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði meðal annars þetta þegar hann svaraði Katrínu: „Það er auðvitað vilji Alþingis sem ræður, það er Alþingi sem ákveður að þetta séu fjármunirnir. Úr því að spurt var um pólitískan vilja þá birtist hann með þessum hætti.“