Ef við slökum of snemma á aðhaldinu verður viðskiptahalli og skuldasöfnun erlendis.
Ragnar Önundarson skrifar:
Talsmaður ferðaþjónustunnar var í fréttaviðtali að biðja um slökun á tækjum Seðlabanka til að verja stöðugleika. Sterk króna vegna lítillar verðbólgu og stöðugs gengis er meginmarkmið seðlabanka. Ef við slökum of snemma á aðhaldinu verður viðskiptahalli og skuldasöfnun erlendis. Vegna mjög hás hlutfalls inn- útflutnings í okkar tilviki getur þetta gerst hratt. Að slaka á of snemma er varasamt.
Munum að hagsmunaaðilar sem biðja stjórnvöld um „fyrirgreiðslu“ eru alltaf að biðja um eitthvað handa sér, á kostnað almennings. Þeir sem fara offari í fjárfestingum, eða ná ekki árangri í rekstri, æpa oft á vaxtalækkanir. Þá er gott að muna að það eru of miklar skuldir sem valda vaxtakostnaðinum, ekki síður en vaxtarstigið.