- Advertisement -

Á Íslandi má refsa þér alla æfi fyrir að hafa ekki sest á skólabekk

Vaknaði í skrítnu skapi. Vaknaði hugsandi um konur. Heilinn í mér er fullur af konunum sem ég hef unnið með, konunum sem ég hef kynnst, konunum sem ég hef heyrt segja frá. Öllum þessum vinnandi konum, á hlaupum við að útbúa veröld fyrir aðra. Öllum þessum vinnandi konum sem að útbúa lífvænlega veröld fyrir aðra en þurfa að sætta sig við að enginn vill útbúa lífvænlega veröld fyrir þær. Vaknaði hugsandi um það að hið persónulega er pólitískt, nú eins og þá, eins og alltaf. Allt líf vinnandi konunnar er mótað af hinu pólitíska.

Fullvinnandi kona stendur í Bónus með allan peninginn sinn, tvö þúsund krónur, í vinnuhendinni sinni. Hún er að byrja á blæðingum. Það eru ennþá nokkrir dagar eftir af mánuðinum. Hún þarf að kaupa dömubindi og túrtappa. Hún þarf líka að kaupa mat fyrir sig og börnin sín. Hún hugsar um að það hefði verið betra að byrja á túr eftir nokkra daga, eftir mánaðamótin.

Er hægt að virða fyrir sér þessa svipmynd án þess að upplifa algjöran skilning á því að hið persónulega er pólitískt?

Vaknaði hugsandi um refsigleði. Vaknaði hugsandi um að á Íslandi er samfélagsleg hefð fyrir því að refsa konunni sem að ekki gekk í skóla. Hefð fyrir því að láta hana lifa við skert kjör. Hefð fyrir því að láta hana vinna fyrir næstum ekki neitt. Hefð fyrir því að láta hana lifa við áhyggjur alla ævi. Á Íslandi má refsa þér alla æfi fyrir að hafa ekki sest á skólabekk.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vaknaði í skrítnu skapi, vaknaði leið. Vaknaði hugsandi um þá sem að sjá ekki, heyra ekki, skilja ekki. Þá sem að trúa ekki á réttlæti og sanngirni, heldur óbreytt ástand.

Eigum við að halda áfram að útskýra fyrir þeim sem að vilja ekki hlusta? Eigum við að halda áfram að segja við þá að við viljum ekki lengur vera svo litlar að við séum eiginlega ósýnilegar?

Við og hið persónulega versus þeir og hið pólitíska.

Fullvinnandi kona skilur við mann. Börnin hennar, eina fjölskyldan hennar á Íslandi, koma til hennar aðra hvora viku. Vikuna sem að þau eru ekki hjá henni fer hún ekki í búð. Hún þarf að spara svo að börnin hennar sjái ekki hversu fátæk hún raunverulega er.

„Women of today are still being called upon to stretch across the gap of male ignorance and to educated men as to our existence and our needs. This is an old and primary tool of all oppressors to keep the oppressed occupied with the master’s concerns.“
Audre Lorde.

„However we resolve the issue in our individual homes, the moral challenge is, put simply, to make work visible again: not only the scrubbing and vacuuming but all the hoeing, stacking, hammering, drilling, bending, and lifting that goes into creating and maintaining a livable habitat. In an ever more economically unequal culture, where so many of the affluent devote their lives to such ghostly pursuits as stock-trading, image-making, and opinion-polling, real work-in the old-fashioned sense of labor that engages hand as well as eye, that tires the body and directly alters the physical world-tends to vanish from sight. The feminists of my generation tried to bring some of it into the light of day, but, like busy professional women fleeing the house in the morning, they left the project unfinished, the debate broken off in midsentence, the noble intentions unfulfilled. Sooner or later, someone else will have to finish the job.“
Barbara Ehrenreich.



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: