- Advertisement -

Á að lengja Reykjavíkurflugvöll?

Tillaga hóps þingmanna um þjóðaratkvæði um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvallar virðist vera utan við raunveruleikann. Völlurinn getur aldrei hentað því hlutverki sem þingmennirnir ætla honum.

„Tak­mörk­un á næt­ur­flugi og lend­ing­um á Reykja­vík­ur­flug­velli á ræt­ur að rekja allt aft­ur til 1963 þegar bæj­ar­stjórn Kópa­vogs sendi frá sér álykt­un til borg­ar­stjórn­ar og Alþing­is um að hætta næt­ur­flugi, tak­marka milli­landa­flug og færa flug­völl­inn á betri stað. Starfs­leyfi vall­ar­ins hafa all­ar göt­ur síðan verið með þess­um tak­mörk­un­um. Skýr­ar und­anþágur eru þó vegna vara­flug­vall­ar­hlut­verks­ins og er ekki ástæða til að breyta því,“ segir Dag­ur B. Eggertsson borgarstjóri í Moggaviðtali í dag.

Drjúgur hópur þingmanna vill að þjóðin ákveði framtíð flugvallarins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir gefa greinilega lítið fyrir þetta, sem sagt er frá í Mogganum í dag:

„Flug­hreyf­ing­ar séu heim­il­ar á virk­um dög­um frá kl. 7 til kl. 23:30 og um helg­ar og á al­menn­um frí­dög­um frá kl. 8 til 23:30. Frá 1. maí til 1. sept­em­ber séu flug­hreyf­ing­ar heim­il­ar frá kl. 7:30 til 23:30 um helg­ar og á al­menn­um frí­dög­um.“

Dagur segir einnig: „Spurt er sér­stak­lega um Reykja­vík­ur­flug­völl. Hann er með of stutt­um braut­um og hef­ur ekki þró­un­ar­mögu­leika til framtíðar sem vara­flug­völl­ur, sam­kvæmt skýrslu Þor­geirs. Und­ir það hljóta all­ir að geta tekið.“ 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: