Ég minni á að 1% verðbólguskot á einum mánuði kostar íslensk heimili 20 milljarða.
Vilhjálmur Birgisson skrifar:
Ég ítreka enn og aftur að nú verða stjórnvöld að setja þak á neysluvísitölu verðtryggðra húsnæðislána áður, en það verður of seint. Ég minni á að 1% verðbólguskot á einum mánuði kostar íslensk heimili 20 milljarða og ég bara trúi ekki að stjórnvöld ætli að endurtaka stærstu hagstjórnar mistök Íslandssögunnar frá árinu 2008 með því að hunsa að taka neysluvísitöluna tímabundið úr sambandi. Ábyrgð stjórnvalda og alþingismanna í þessu máli er mikið en ekkert heyrist frá þeim og spurning hvort enn og aftur eigi að fórna íslenskum heimilum á blóðugu altari verðtryggingarinnar!