- Advertisement -

Reyna að tæla ungar stúlkur til Kanada

- lögreglan á tánum og varar við gylliboðunum

 

Útsendarar munu vera hér á landi. Þeir freista þess að tæla ungar stúlkur til Kanada þar sem þeim er sagt að þar bíði þeirra modelstörf og miklir peningar.

Lögreglan varar við þessu, og biður þær stúlkur sem útsendararnir hafa náð sambandi við, að láta lögregluna vita.

Fullyrt er að hér séu útsendarar í leit að stúlkum. Allt þarf, samkvæmt heimildum, að gerast hratt. Umhugsunarfresturinn er sagður vera mjög skammur. Engar sönnur munu hafa verið færðar á sögurnar, engar vefsíður, engar myndir, ekkert sem rennir stoðum undir það sem sagt er.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fólk sem þekkir vel til í fyrirsætustörfum er sannfært um að svik séu í tafli.

Lögreglan biður þær stúlkur sem hefur verið haft samband við af svikahröppunum að ræða við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gegnum facebooksíðu embættisins eða netfangið abending@lrh.is.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: