- Advertisement -

30 milljarða skekkja Alþingis

- ræða fjármálaáætlun og vita að forsendur munu breytast.

Munurinn frá því samþykkt Alþingis á fjármákaáætlun yfirstandandi árs og til raunveruleikans er um þrjátíu milljarðar króna. Þetta upplýsti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra við umræður á Alþingi.

„Það voru um kringum þrjátíu milljarðar sem fóru til viðbótar á útgjaldahlið og birtust á tekjuhliðinni vegna þess að ýmsar forsendur höfðu breyst í millitíðinni.“

Hann sagði umræðuna nú, um fjármálaáætlun til næstu ára, fara fram við þá vitneskju að ýmsar forsendur geti breyst.

Í meðfylgjandi hljóðbroti kemur Bjarni lítillega inn á stöðu Alþingis, en Katrín Jakobsdóttir, hafði áður lýst áhyggjum af veikri stöðu þingsins í vinnu við fjármálaáætlunina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: