- Advertisement -

Þeir stóru éta þá smáu

Að framundan sé aðför gegn samkeppni og fjölbreytileika.

Fullyrt er að verði hærri virðisaukaskattur settur á ferðaþjónustuna muni afleiðingar þess fyrst og fremst gera minni fyrirtækjum erfitt fyrir. Ekki síst þeim fyrirtækjum sem starfa fjarri Reykjavík.

Færð hafa verið rök fyrir þessu. Vissa margra er að svo verði. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði, síðast í gær, að hann muni halda sínu striki. Líka þó fjármálaráð vari við breytingunum. Samt á allt öðrum forsendum en líklegum vanda smærri fyrirækja. Fjárlagaráð hefur áhyggjur af hugsanlegri þenslu. Það er annað mál.

Fari svo að minni fyrirtæki bugast og þau stóru lifi ein af, já hvað þá? Verður þá til hlaðborð efnilegra fyrirtækja þar sem stjórnendur stórra fyrirtækja komast einir að og þeir geti valið sér hvað þeir vilja, rétt einsog hver vill og hefur lyst á?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Slíkt má ekki gerast. Vítið til að varast er Leifsstöð. Þar hefur tekist að hrekja burt fyrirtæki sem höfðu sérstöðu og karakter og í stað þeirra eru komnir sálarlausir alþjóðlegir veitingastaðir. Ömurleg afturför.

Tvennt er í kortunum. Að verið sé að mála skrattann á vegginn og öll fyrirtæki í ferðaþjónustu lifi breytingar af, án vandræða, eða þá að verið sé að efna til veislu fyrir þá stóru og þeirra bíði að éta þá smáu. Að framundan sé aðför gegn samkeppni og fjölbreytileika.

Hvort ætli sé rétt?

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: