- Advertisement -

Ríkið hætti öllum viðskiptum við ISS

- Kári segir ættingja Bjarna valda honum vandræðum.

Kári Stefánsson: „Haldið þið virkilega að þegar Bjarni þurfi að gera hreint fyrir sínum pólitísku dyrum sé aðferðin sú að fjölskyldan kaupi ræstingafyrirtæki?“

Kári Stefánsson, læknir og forstjóri, skrifar Benedikt Einarssyni Sveinssonar og frænda Bjarna Benediktssonar opið bréf, þar sem hann kemur, meðal annars, inn á að nánustu ættingjar forsætisráðherra hafa keypt stærsta hreingerningarfyrirtæki landsins.

„Tökum sem dæmi nýjustu fréttir af viðskiptum fjölskyldunnar. Hún er búin að fá leyfi Samkeppniseftirlitsins til þess að kaupa ISS, stærsta ræstingafyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í að þrífa heilbrigðisstofnanir sem eru nær allar í eigu hins opinbera og er með samning við ríkið um þrif á sex ráðuneytum,“ skrifar Kári og heldur áfram.

„Þetta er sem sagt fyrirtæki sem byggir að mestu á viðskiptum við ríkið. Og þú spyrð sjálfsagt: Og hvað með það? Og ég svara með þremur spurningum: Hvernig stendur á því að þið skiljið ekki að þið verðið að forðast viðskipti við ríkið meðan Bjarni leiðir hópinn sem stjórnar því? Hafið þið ekkert lært af Borgunarmálinu, eða er ykkur alveg sama þótt þið valdið Bjarna vandræðum og með því íslensku samfélagi? Haldið þið virkilega að þegar Bjarni þurfi að gera hreint fyrir sínum pólitísku dyrum sé aðferðin sú að fjölskyldan kaupi ræstingafyrirtæki?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: