- Advertisement -

Hringamyndun í stjórnmálum

- Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag.

Þorvaldur Gylfason prófessor segir í grein sinni í Fréttablaðinu í dag að hringamyndun sé í stjórnmálum.

„Hvað er fjórflokkurinn eða fimmflokkurinn annað en hringur? (e. cartel) – þ.e. bandalag misgamalla stjórnmálaflokka gegn nýju fólki sem vill gera breytingar á lögum og stjórnarskrá í samræmi við skýran vilja meiri hluta kjósenda eins og hann hefur birzt í skoðanakönnunum ár fram af ári og einnig í þjóð- aratkvæðagreiðslunni 2012 um nýju stjórnarskrána,“ skrifar hann.

Hann segir hringinn skilja eftir sig langan slóða. „Það er hans verk að fiskveiðistjórnin er í aðalatriðum óbreytt eftir öll þessi ár gegn skýrum vilja meiri hluta kjósenda. Það er hans verk að nýja stjórnarskráin liggur enn á ís í frystigeymslu Alþingis. Það er hans verk að ný framboð þurfa a.m.k. 5% atkvæða til að koma uppbótarmönnum á þing, en þessi regla var leidd í lög eftir að Sverrir Hermannsson fv. bankastjóri Landsbanka Íslands hafði sem þingmaður Frjálslynda flokksins velgt hringnum hressilega undir uggum úr ræðustól Alþingis. Þennan lista mætti lengja.“

Þorvaldur segir vandann ekki vera bundinn við Ísland. „Ein ástæða þess að nýir flokkar ryðja sér nú til rúms í Evrópu er að gömlu flokkarnir hafa snúið bökum saman gegn nýgræðingunum og virða þá jafnvel ekki viðlits heldur úthrópa þá sem lýðskrumara. Þetta á t.d. við um norska Framfaraflokkinn sem var stofnaður 1973 og enginn annar þingflokkur virti viðlits þar til hann tók sæti í ríkisstjórn 2013, þriðji stærsti flokkur Noregs. Þetta á einnig við um Svíþjóðardemókrata sem hlutu 13% atkvæða í þingkosningunum í Svíþjóð 2014, þriðji stærsti flokkurinn á þingi, og enginn annar flokkur virðir enn viðlits. Og þetta á einnig við um nýja AfD-flokkinn (þ. Alternative für Deutschland) í Þýzkalandi sem mælir með úrsögn landsins úr ESB og gegn frekara innstreymi flóttafólks og aðrir flokkar forðast eins og heitan eld eins og það sé vænlegasta leiðin til að halda þessum nýja andstæðingi niðri.“

Hér er öll grein Þorvaldar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: