- Advertisement -

Íslenskt atvinnulíf er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni

Skýrslan gengur út á að draga fram áreiðanleg og óhlutdræg gögn um stöðu og þróun þessara mála. Það eru almannahagsmunir og augljóslega eitthvað sem á erindi við Alþingi.

Dagur B. EGGERTSson.

„Á Alþingi í dag fékk ég samþykkta beiðni um að tekin yrði saman skýrsla um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Það var ánægjulegt – en að sama skapi athyglisvert hvað stjórnarandstaðan var með mikið þras og ólund vegna þessa. Ekki fylgdu þeim romsum nokkur rök (stór hluti stjórnarandstöðunnar sat þó hjá við skýrslubeiðnina, sem er fáheyrt),“ skrifaði Dagur B. Eggertsson rétt í þessu.

Einsog segir í greinargerð með beiðninni er „ljóst að sterk fjárhagsstaða útgerðarfélaga byggist að umtalsverðu leyti á einkaleyfi þeirra til nýtingar sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar og skipar það þeim í sérflokk í íslensku atvinnulífi, sérstaklega stærstu félögunum. Tækniframfarir og samþjöppun fyrirtækja hafa enn fremur aukið arðsemi útgerðanna. Skýrar vísbendingar eru um að fjárfestingar tengdar fyrirtækjum í sjávarútvegi út fyrir greinina hafi aukist mjög í takt við aukinn hagnað af nýtingu auðlindarinnar.“

Í mínum huga er alveg ljóst að þetta getur hæglega leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Vegna smæðar innanlandsmarkaða er íslenskt atvinnulíf sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni.

Eigið fé hafði þá aukist um 152 milljarða kr. á tveimur árum.

Og hver er hagnaður sjávarútvegs af nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar síðustu ár? Það er tekið saman í greinargerð með skýrslubeiðninni: „Bókfært eigið fé, eignir að frádregnum skuldum sjávarútvegsfyrirtækja, var komið upp í 449 milljarða kr. í lok árs 2023 samkvæmt gagnagrunni sem Deloitte tekur saman um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja landsins fyrir hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Eigið fé hafði þá aukist um 152 milljarða kr. á tveimur árum.

Í sama gagnagrunni má sjá að hagnaður veiða og vinnslu var 58 milljarðar kr. á árinu 2023. Á árunum 2021, 2022 og 2023 var hagnaðurinn samtals 190 milljarðar kr. Frá árinu 2009 hefur sjávarútvegurinn hagnast samtals um vel á sjöunda hundrað milljarða króna á gengi hvers árs fyrir sig. Á föstu gengi er sá hagnaður enn meiri.“

Skýrslan gengur út á að draga fram áreiðanleg og óhlutdræg gögn um stöðu og þróun þessara mála. Það eru almannahagsmunir og augljóslega eitthvað sem á erindi við Alþingi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: