„Þar segir hann mikið og víða skrafað um hver muni taka við keflinu af Bjarna Benediktssyni, sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn standi á tímamótum eftir að hafa goldið afhroð í síðustu Alþingiskosningum og margir spyrji sig hvort flokkurinn hafi glatað erindi sínu,“ segir í frétt á Vísi í dag þar sem rætt er við Stefán Einar Stefánsson.
„Stefán segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki gengið að því sem vísu að fjórðungur, hvað þá þriðjungur, kjósenda ljái málflutningi hans eyra.
Það breyti þó engu um erindi sjálfstæðisstefnunnar eða mikilvægi hennar. „Hún mun annað tveggja, finna sér áframhaldandi farveg með Sjálfstæðisflokknum eða hreinlega einhvern annan. Stjórnmálaflokkar koma og fara en hugsjónir gera það síður,“ skrifar hann.“
Stefán Einar er eflaust fyrstur allra til að opna á þann möguleika að sjálfstæðisstefnan geti hugsanlega lifað flokkinn af.
Nóg um þetta. Stefán Einar virðist daðra við framboð í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári.
„Stefán segir ekki skrítið að öllum steinum sé velt við og svara leitað við því hver sé líklegastur til að geta veitt Sjálfstæðisflokknum þá forystu sem hann þarf í ljósi þeirrar þröngu stöðu sem flokkurinn er í, bæði á þjóðarsviðinu og í Reykjavík „þar sem eyðimerkurganga hans hefur varað í meira en þrjá áratugi“,“ segir Stefán Einar við Vísi.