- Advertisement -

Mogginn gefur Silfrinu falleinkunn

„Hvers vegna læt­ur Rík­is­út­varpið slík svör nægja? Og hvers vegna býður ráðherr­ann lands­mönn­um upp á þau?“

Forystugrein Moggans í dag

Leiðari Moggans fjallar um viðtal við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra í Silfrinu á mánudaginn var. Leiðari er skrifaður af stjórnarandstöðu. Í fyrsta sinn í tólf ár. Kíkjum aðeins á:

„Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra þurfti ekki að svara miklu þegar hann mætti í Silfrið á Rík­is­út­varp­inu á mánu­dag, nema því allra ein­fald­asta. Um annað sagði hann ým­ist að mál væru í vinnslu, of snemmt væri að svara eða eitt­hvað ámóta, sem spyr­ill­inn tók sem vís­bend­ingu um að fara strax í næsta mál en skildi áhorf­and­ann eft­ir án sjálf­sagðra upp­lýs­inga,“ segir í upphafi.

Höldum áfram:

Bersteinn Sigurðsson ræðir við Daða Má í Silfrinu á mánudagskvöld. Ritstjóra Moggans var ekki skemmt þegar hann horfði á þáttinn.
„Hvernig má það vera að Rík­is­út­varpið spyrji ekki út í þetta?“

„Ekki er víst að all­ir stjórn­mála­menn eða -flokk­ar fengju slíka silki­hanskameðferð hjá Rík­is­út­varp­inu en nú er auðvitað kom­in ný rík­is­stjórn og nota­leg­heit­in í fyr­ir­rúmi. Eitt af því sem fjár­málaráðherr­ann slapp al­veg við að svara var hvort út­gerðarfyr­ir­tæki lands­ins mættu bú­ast við hækkuðum skött­um, eða veiðigjöld­um eins og sér­stak­ir skatt­ar á þau eru kallaðir. Þessu „svaraði“ fjár­málaráðherr­ann á þá leið að hann gæti ekk­ert sagt til um skatt­inn, því að hann réðist af hvernig gengi. Þetta lét stjórn­and­inn gott heita, en þetta er auðvitað ekk­ert svar. Þær breyt­ing­ar sem fyr­ir­hugaðar eru á þessu skatt­kerfi eiga að auka tekj­ur rík­is­sjóðs, þannig að við blas­ir að skatt­arn­ir eiga að hækka. Hvers vegna læt­ur Rík­is­út­varpið slík svör nægja? Og hvers vegna býður ráðherr­ann lands­mönn­um upp á þau?“

Næst að hjartansmáli Moggans, sjávarútveginum og einkum að hagsmunum stórútgerðarinnar:

„Þá var ráðherr­ann spurður um strand­veiðikerfið og fyr­ir­hugaða aukn­ingu veiðidag­anna og hvort sú breyt­ing yrði til að skerða afl­ann í afla­marks­kerf­inu. Ráðherr­ann sagði að ekki væri búið að út­færa þetta, það væri í vinnslu og þetta væri ekki á sínu borði held­ur at­vinnu­vegaráðherra. Aft­ur var þetta ekki-svar látið duga og ráðherr­ann ekki einu sinni spurður út í það sjón­ar­mið sem hann hef­ur sjálf­ur sett fram og rök­stutt í hag­fræðilegri grein að strand­veiðarn­ar valdi sóun. Viðskipta­blaðið skrifaði um það á dög­un­um að kostnaður­inn fyr­ir þjóðarbúið við að flytja afl­ann úr afla­marks­kerf­inu í daga­kerfið í þeim mæli sem til stend­ur „gæti numið á bil­inu þrem­ur til fjór­um millj­örðum“. Hvernig má það vera að Rík­is­út­varpið spyrji ekki út í þetta?“

Leiðarinn er lengri, látum þetta duga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: