Aðeins 53.487 kr. Jaðarskattbyrðin af þessum tekjum, hjá manneskju sem hefur e.t.v. unnið slítandi störf um langa starfsævi og þarf að setjast í helgan stein heilsu sinnar vegna, er þannig 73%.
– Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra.
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra með meiru, settist við lyklaborðið og skrifaði þetta:
„Eldra fólk sem er hætt að vinna og reiðir sig á lífeyrissparnað situr uppi með 25 þúsund króna frítekjumark sem nú er átta sinnum lægra en frítekjumark atvinnutekna.
Hvað þýðir þessi ólíka meðhöndlun atvinnutekna og lífeyrissjóðstekna (frestaðra atvinnutekna) fyrir jaðarskattbyrði og ávinning eldra fólks af viðbótartekjum?
Ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega sem býr einn og er með afar takmörkuð réttindi í lífeyrissjóði, segjum 50 þúsund krónur, eru 316.495 á mánuði.
Ef hann vinnur sér inn 200 þúsund krónur aukast ráðstöfunartekjurnar um 124.100 kr. Hitt verður eftir hjá ríkinu vegna skatta og skerðinga og jaðarskattbyrðin er þannig 38%.
Hvað með ellilífeyrisþegann sem getur ekki unnið lengur en á talsvert meiri réttindi í lífeyrissjóði en sá fyrri, hver er ávinningur hans af 200 þúsund króna lífeyrissjóðstekjum til viðbótar?
Aðeins 53.487 kr. Jaðarskattbyrðin af þessum tekjum, hjá manneskju sem hefur e.t.v. unnið slítandi störf um langa starfsævi og þarf að setjast í helgan stein heilsu sinnar vegna, er þannig 73%.
Er sanngjarnt að meðhöndla tekjur með svona gerólíkum hætti eftir því hvort fólk vinnur ennþá eða ekki, og eftir því hvort fólk getur ennþá unnið eða getur það ekki? Er þetta réttlátt almannatryggingakerfi?“
Jóhann Páll skrifaði greinina á Facebook.