- Advertisement -

Íslendingum til skammar

Þór Saari skrifaði:

Með þessum ummælum sínum um að framtíð Grænlands ráðist í Nuuk er Þorgerður Katrín að afskrifa Grænland sem vinaþjóð og sjálfstætt þjóðríki, land sem má bara eiga sig í þessari nöturlega aðför Bandaríkjanna að landinu. Fámenn, vopnlaus þjóð sem situr undir hótunum þarf einmitt á dyggum stuðningi nágrannalanda sinna að halda, en ekki yfirlýsingum um að þetta sé bara bara þeirra vandamál.

Þetta eru alveg ótrúleg ummæli og Íslendingum til skammar. Það ótrúlega er að formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, hefur hoppað á vagninn hjá Þorgerði og tekur undir þessa fávisku. Með þetta fólk við stjórnvölin hér á landi er framtíðar sjálfstæði Íslands sjálfs stefnt í hættu, því Bandaríkin eru að sjálfsögðu á heimsyfirráðavegferð (og hafa raunar alltaf verið) eins og ávallt er draumur stórvelda. Þessa hótun Trumps ber að taka alvarlega, mjög alvarlega, og fordæma með eins afgerandi hætti og mögulegt er.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: