- Advertisement -

Hörmulegur árangur síðustu ríkisstjórnar

Þorgeir Eyjólfsson eftirlaunamaður skrifar í Moggann. Hér er seinni hluti greinarinnar:

Hvað veld­ur risa­vöxn­um trúnaðarbresti kjós­enda og flokk­anna sem mynduðu frá­far­andi rík­is­stjórn? Svarið felst í hörmu­leg­um ár­angri í flest­um mála­flokk­um. Gild­ir þá einu hvar borið er niður:

  • 1. Rík­is­fjár­mál­in hafa verið tek­in lausa­tök­um á ann­an ára­tug og frá 2017 hafa út­gjöld­in vaxið um liðlega 40% á föstu verðlagi. Af­leiðing­una upp­skar al­menn­ing­ur með hækk­un verðlags og vaxta með nei­kvæðum áhrif­um á af­komu heim­il­anna.
  • 2. Hús­næðismál­in sátu á hak­an­um í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar og nú er svo komið að nán­ast er úti­lokað fyr­ir unga fólkið að koma sér þaki yfir höfuðið án aðstoðar sinna nán­ustu.
  • 3. Í mál­efn­um inn­flytj­enda auðnaðist rík­is­stjórn­inni ekki að ná sam­stöðu um að haga lög­gjöf í mála­flokkn­um með hliðstæðum hætti og hjá ná­grannaþjóðum á Norður­lönd­um.
  • 4. Notk­un óreyndra mRNA-bólu­efna, sem rann­sókn­ir sýna að hafi leitt til veik­inda þúsunda og ótíma­bærs and­láts hundraða, hafa ekki orðið til að auka til­trú lands­manna á stjórn­völd­um.
  • 5. Áfram hallaði und­an fæti í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar í mennta­mál­um, sem end­ur­spegl­ast í hækkuðu hlut­falli drengja og stúlkna sem búa ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi sam­kvæmt alþjóðleg­um sam­an­b­urði PISA.
  • 6. Sam­göngu­mál voru lát­in drabbast og eru í „mikl­um ólestri“, svo notuð sé lýs­ing fyrr­ver­andi sam­gönguráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins.
  • 7. Mál­efni eldri borg­ara voru lát­in sitja á hak­an­um í stjórn­artíð flokk­anna. Þannig var ekki hirt um að fjölga hjúkr­un­ar­rým­um í nein­um mæli, auk þess sem tekju­mörk­um bóta al­manna­trygg­inga var haldið svo til óbreytt­um árum sam­an. Eldri borg­ur­um sem bæta vildu af­kom­una með þátt­töku á vinnu­markaði er hegnt fyr­ir sjálfs­bjarg­ar­viðleitn­ina með lækk­un bóta al­manna­trygg­inga. Um­hyggju­leysi frá­far­andi rík­is­stjórn­ar um af­komu og aðbúnað eldri borg­ara á lík­lega hvað stærst­an þátt í fylg­is­hruni stjórn­ar­flokk­anna.
  • 8. Að láta ráðherra Vinstri grænna kom­ast árum sam­an upp með að halda virkj­un fall­vatna í helj­ar­greip­um aðgerðarleys­is verður þjóðinni dýr­keypt. Af­leiðing­ar aðgerðarleys­is­ins í orku­mál­um koma fram á næstu árum en sýn­is­horn þess sem í vænd­um er má sjá á 16% hækk­un raf­orku­verðs til heim­ila í viðskipt­um við HS Orku um­fram hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs á 12 mánaða tíma­bili frá nóv­em­ber 2023.

Of­an­greind upp­taln­ing á slakri frammistöðu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, sem er hvergi nærri tæm­andi, kann að skýra fleng­ing­una í alþing­is­kosn­ing­un­um. Það var erfið ákvörðun 30. nóv­em­ber sl. að kjósa ekki Sjálf­stæðis­flokk­inn í fyrsta sinn á liðlega 50 árum. Von­andi nær flokk­ur­inn vopn­um sín­um á kom­andi lands­fundi. Til að það megi tak­ast verður að ganga tryggi­lega frá end­ur­nýjaðri og trú­verðugri stefnu sem m.a. tek­ur á af­komu og aðbúnaði aldraðra með mark­viss­um hætti og aðgerðum sem bæta stöðu fyrstu kaup­enda á hús­næðismarkaði. Að ný for­ysta hafi markaða stefnu flokks­ins til hliðsjón­ar við ákv­arðana­tök­ur þannig að unnt verði að kjósa flokk­inn að nýju.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: