- Advertisement -

Hver verður næsti formaður Framsóknar?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Kærumál Framsóknar í suðvesturkjördæmi getur breytt miklu. Það er hvort Willum Þór eða Sigurður Ingi hreppi síðasta sætið. Sigurður Ingi á varla nokkra möguleika á að verða endurkjörin.

Framsókn beið afhroð i þingkosningunum í nóvember. Voru með þrettán þingmenn en fengu aðeins fimm. Þrír af fjórum ráðherrum Framsóknar náðu ekki kjöri. Segja má að útkoman sé niðurlægjandi. Enn er ekki víst hvort Sigurður Ingi formaður eða Willum Þór Þórsson nái kjöri.

Eftir þessa niðurlægjandi útkomu er þrýst á að stofnanir flokksins komi saman sem fyrst svo unnt verði að kjósa nýja forystu. Formaðurinn er ekki enn viss um að halda þingsæti. Varaformaðurinn, Lilja Alfreðsdóttir náði ekki kjöri. Því kann að fara svo að bæi hún og Sigurður Ingi hætti í forystu flokksins.

Sigurður Ingi hefur lýst vilja til að halda formennskunni áfram. Öruggt má telja að fari hann aftur í framboð til formanns verði hann felldur í því kjöri. Hans tími er örugglega liðinn. Æskilegast er að formaður flokksins komi úr þingflokknum. Þá koma aðeins fimm til greina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að auki er hún nýliði í flokknum.

Byrjum í norðvesturkjördæmi. Stefán Vagn Stefánsson, sem verið hefur oddviti Framsóknar þar. Stefán náði kjöri en flokkurinn missti tvo þingmenn í NV í kosningunum. Sem er ömurlegt og veikir stöðu oddvitans, Stefán Vagns. Held að hann komi ekki til greina sem næsti formaður.

Þá er það Norðausturkjördæmi. Þar hélt flokkurinn sínum tveimur þingmönnum. Ingibjörg Isaksen og Þórarinn Ingi Pétursson er þingmenn Framsóknar í NA. Þórarinn Ingi kemur ekki til greina. Ingibjörg var þingflokksformaður á síðasta kjörtímabili. Ingibjörg kemur örugglega til greina sem næsti formaður Framsóknar.

Í suðurkjördæmi eru tveir þingmenn, einum færri en síðast. Á lokasprettinum bauð Sigurður Ingi Höllu Hrund Logadóttur fyrsta sæti á framboðslistanum. Að auki er hún nýliði í flokknum. Sigurður Ingi sat sjálfur í öðru sæti. Sem fyrr segir er ekki enn ljóst hvort hann haldi sæti sínu.

Kærumál Framsóknar í í suðvesturkjördæmi getur breytt miklu. Það er hvort Willum Þór eða Sigurður Ingi hreppi síðasta sætið. Sigurður Ingi á varla nokkra möguleika á að verða endurkjörin.

Fari svo að Framsókn í SV vinni kæruna og Willum Þór verði áfram þingmaður en ekki Sigurður Ingi má víst telja að Willum verði næsti þingmaður Framsóknarflokksins. Og ef ekki þá verði Ingibjörg Isaksen næsti formaður Framsóknarflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: