- Advertisement -

Húsvanir ráðherrar og aðrir ráðherrar

Sigmundur Davíð og Bjarni Ben.
Þá var kátt í höllinni.

Þegar Sigmundur Davíð og Bjarni Ben mynduðu ríkisstjórnina 2013 skrifaði Davíð Oddsson smellna grein. Tilefnið var að ekki einn einasti ráðherra í þeirri ríkisstjórn hafði áður verið ráðherra. Davíð skrifaði af reynslu. Hann sagði að ráðherrar yrðu margir hverjir fljótt húsvanir í ráðuneytunum.

Sem eflaust gerðist þá. Og gerir eflaust aftur núna. Aðeins Þorgerður Katrín hefur reynslu af því að vera ráðherra í ríkisstjórn. Hin tíu hafa enga slíka reynslu. Það er mikill munur á að vera í stjórnarandstöðu en í ríkisstjórn. Nú mun reyna á marga nýja ráðherra að standast þrýstingi, innan sem utan ráðuneytanna.

Þorgerður Katrín er utanríkisráðherra og því væntanlega sá ráðherra sem verður mest fjarverandi. Svo hún verður ekki alltaf til taks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kristrún forsætisráðherra virðist mjög ákveðin og undirbúin til starfsins. Hún verður gagnrýnd í drep. Mogginn og „strákarnir“ þrír; Bjarni, Sigmundur og Sigurður Ingi munu nýta hvert tækifæri, og rúmlega það, til að koma höggi á hinu nýju ríkisstjórn. Þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það.

Ríkisstjórn er varla tekin til starfa en gagnrýnin á allt og ekkert er í fullum gangi. Og verður.

Nú er að sjá hvaða ráðherrar af þeim ellefu sem skipa ríkisstjórnina kikna í hnjánum yfir eigin „frama“ og verða húsvanir jafnvel furðufljótt.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: