- Advertisement -

„Tæki­færi Íslands eru stór­feng­leg“

„Við vit­um að tæki­færi Íslands eru stór­feng­leg. Við vit­um líka að verk­efn­in eru ærin og blasa hvarvetna við okk­ur. En við ætl­um að tak­ast á við vanda­mál­in í sam­ein­ingu og leysa þau eft­ir fremsta megni,“ segir í áramótagrein Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, sem finna má í Mogga dagsins.

„Síðustu ár hafa verið mörg­um erfið – svo sem vegna far­ald­urs, elds­um­brota í Grinda­vík og síðast en ekki síst vegna stöðu efna­hags­mála, verðbólgu og hárra vaxta.

Á sama tíma hef­ur grafið um sig til­finn­ing meðal þjóðar­inn­ar um að vel­ferðar­kerfið okk­ar – ger­semi og þjóðarstolt þess sam­fé­lags sem við höf­um byggt hér upp – standi ekki leng­ur und­ir eðli­leg­um og rétt­mæt­um vænt­ing­um fólks­ins. Og þetta er ekki aðeins til­finn­ing held­ur blá­kald­ur veru­leiki margra, sem ekki verður skýrður á brott með vís­un í op­in­ber­ar hag­töl­ur.

Þó er staða Íslands góð í alþjóðlegu sam­hengi. Við meg­um þakka fyr­ir að búa við frið og vel­sæld. En það eru viðsjár­verðir tím­ar á alþjóðavísu og því fylgja al­var­leg viðfangs­efni fyr­ir stjórn­völd, hér­lend­is eins og ann­ars staðar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: