- Advertisement -

Nýja ríkisstjónin hallast til hægri

Ögmundur Jónasson.

„Augljóst er að þessi ríkisstjórn hallast mjög til hægri. Viðreisn er þegar allt kemur til alls að uppistöðu til hægri klofningur úr Sjálfstæðisflokknum, ESB hluti flokksins sem stendur vörð um markaðsöflin. Yfirlýsingar formanns Viðreisnar, sem er fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins, eru þegar allar í þessa veru – ekki megi hrófla við hag þeirra sem standa best að vígi með auknum sköttum. Og Viðreisn er sá stjórnarflokkanna sem fær stjórn efnahagsmálanna að mestu leyti í sínar hendur, fjármálaráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytin.“ þannig skrifar Ögmundur Jónasson.

„Stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar er almennt orðuð þótt þar megi greina ýmsar áherslur í anda þess sem stjórnarflokkarnir boðuðu í aðdraganda kosninga.“

„Staðreyndin sem blasir við og kallar á árvekni er sú að við höfum fengið yfir okkur ríkisstjórn sem teygir sig frá miðju og langt til hægri. Ef slík ríkisstjórn sætir aðeins gagnrýni frá hægri í þinginu og ekkert heyrist utan veggja Alþingis þá er ekki við góðu að búast. Þetta má því ekki gerast. Þögn er ekki valkostur,“ segir i Fréttabréfi Ögmundar Jónassonar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: